Páskaegg og föndur í 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar


Grunnskóli Fjallabyggðar er kominn í páskafrí. Í síðasta tíma á
föstudaginn var buðu 1. og 2. bekkur sóknarprestinum í heimsókn og sýndu honum
páskaföndur sitt, sem var með eindæmum fallegt. Hann endurgalt það með því að sýna þeim páskaegg héðan og þaðan úr heiminum, mikil listaverk sum hver, og ræddi við þau um gerð þeirra, hvað lægi að baki þeim og súkkulaðieggjunum.

Hér koma nokkrar myndir.

Páskaföndur barnanna.

Eggin.

Nærmynd.

Þarna má t.d. sjá höfuð af páskahéra.

Þessi eru frá Tékklandi, Póllandi, Ungverjalandi og Úkraínu.

Og hér eru fleiri, m.a. frá Austurríki.

Svo er að ganga frá þeim aftur.

Þetta svarta er frá Rússlandi og gert úr tré, eins og þau pólsku.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is