Parkour


Þrír nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar, þeir Gabríel Frostason, Patrekur Þórarinsson og Vilhjálmur Reykjalín, bjuggu til myndband um helgina þar sem þeir eru að gera Parkour-æfingar. En, eins og segir á heimasíðu Gerplu, er Parkour ?íþrótt sem snýst um góðan lífstíl og mikla hreyfingu. Hún á
rætur sínar að rekja til Parísarborgar árið 1987 þegar hópur
fimleikadrengja hóf að framkvæma æfingar á opnum leikvangi. Hana má
stunda hvar sem er og er algengast að fólk stundi íþróttina í þéttbýli.
Íþróttin telst ekki hættuleg þrátt fyrir að margar æfingarnar séu mjög
áhættusamar. Þetta er eins og með allar aðrar íþróttir, það telst ekki
hættulegt ef þú kannt til verka.?

Í dag leggja um 200 manns stund á íþróttina hér á landi og fer þeim fjölgandi.

Myndband drengjanna þriggja má sjá hér.


Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is