Pappírssala og dósasöfnun KF


Á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar, munu iðkendur KF ganga í hús og selja pappír (eldhúspappír á 3.500 krónur og salernispappír á 4.500 krónur) í báðum bæjarkjörnum ásamt því að safna dósum Siglufjarðarmegin. Allir iðkendur KF taka þátt í fjáröfluninni og munu foreldrar í 3. flokki karla og kvenna ásamt meistaraflokksleikmönnum aðstoða.

Fjáröflunin hefst kl. 17.30 og eiga iðkendur og aðrir að mæta við vallarhúsið á Ólafsfirði eða við Hvanneyrarbraut 65 á Siglufirði.

Bæjarbúar, tökum nú vel á móti krökkunum og styðjum við starf KF.

Með kveðju,
Stjórn KF

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is