Pappírssala og dósasöfnun KF


Í kvöld, miðvikudaginn 15. júní, munu iðkendur frá KF ganga í hús og selja pappír í báðum bæjarkjörnum (salernispappír á 4.500 kr. og eldhúspappír á 3.500 kr.) ásamt því að safna dósum á Siglufirði. Allir iðkendur KF eiga að taka þátt í þessari söfnun ásamt foreldrum iðkenda í 4. og 5. flokki karla og kvenna (fædd 2002-2005) og meistaraflokks og 2. flokks leikmönnum félagsins. Einnig eru foreldrar iðkenda í 3. og 6. flokki karla og kvenna sem ekki gátu komið síðast (í febrúar) hvattir til að mæta.

Foreldrar eru beðnir um að láta vita um þátttöku sína (kommenta á Facebooksíður flokkanna, senda á kf@kfbolti.is eða í síma 898-7093) sem fyrst.

Mæting er kl. 19.15 að Hvanneyrarbraut 65 á Siglufirði og í Vallarhúsið á Ólafsfirði og áætlað er að fjáröflunin taki um 90 mínútur.

Við hvetjum bæjarbúa til að taka vel á móti krökkunum.

Með kveðju frá stjórn KF

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is