Pan orama við Óskarsbryggju

Á sumrin má sjá alls kyns fley líða inn Siglufjörð, lítil og stærri, og eitt lagðist í gær að Óskarsbryggju. Þar var um að ræða gríska skútu, Pan orama, sem, að því er lesa má á Marinetraffic.com, var smíðuð árið 1991 og er 52,75 m löng og 12,01 m breið. Hún var að koma frá Húsavík.

Þetta lífgar upp á hversdaginn.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.