Tóbaks- og rafrettulaus bekkur

Um þessar mundir tekur 8. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í keppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur. Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 30 árum en Ísland er nú með í tuttugasta og fyrsta sinn. Embætti landlæknis sér um keppnina hér á landi og til þess að fá að vera með þurftu nemendur að skrifa undir…

Gaf þrjú hjartastuðtæki

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð færði á dögunum kirkjunum í sveitarfélaginu og Síldarminjasafninu á Siglufirði hjartastuðtæki af PAD-350 gerð, ásamt skáp og fylgihlutum. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin við afhendinguna í Siglufjarðarkirkju. Sjá líka hér. Forsíðumynd: Kiwanisklúbburinn Skjöldur. Mynd af afhendingarskjali og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Haldið köttum inni á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn…

Gott ilmvatn og sherryflaska

Afmælisstelpa dagsins er elsti borgari Siglufjarðar, Nanna Franklíns, en hún er 104 ára í dag. Hún dvelur á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þar sem hún heldur upp á daginn. Hún var byrjuð að undirbúa veisluna og ræða við bakaríið um veisluföngin strax í janúar en svo kom svolítið uppá sem setti allt á ís, algert veislu- og…

Svalt í morgun

Það var svalt fyrir norðan í morgun, 7 gráðu frost kl. 06.00. Komið er hem á Langeyrartjörnina, sem var orðin alauð. Spár gera ráð fyrir að kvöld- og næturhiti föstudags, laugardags og sunnudags muni leika við frostmarkið en síðan verði haldið áfram með sumarið, þaðan sem frá var horfið. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │…

Tóku sporið á heilsugæslunni

Visir.is birti í dag skemmtilegt viðtal við þau hjón Valþór Stefánsson og Önnu Gilsdóttur, sem tóku danssporið nýverið á heilsugæslunni á Siglufirði, þar sem tveggja metra reglan var í fullu gildi, og birtu á Youtube. Sjá hér. Mynd: Úr myndbandi á Youtube. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

Svartþrastarhreiður í beinni

Svartþröstur er tiltölulega nýr varpfugl í Siglufirði. Ekki eru nema örfá ár síðan það fékkst staðfest. Nú er hann kominn víða í garða, sem og inn í Skarðdalsskóg. Landinn hefur verið með beina útsendingu frá svartþrastahreiðri að undanförnu og verður það næstu vikurnar. Ekki kemur fram hvar á landinu það er. Í hreiðrinu eru þrjú…

Mikið um afbókanir

Ljóst er að Covid 19 hefur sett ferðaþjónustu heimsins í uppnám og sér ekki fyrir endann á því, en nýjustu fréttir herma þó, að e.t.v. muni eitthvað fara að rofa til hér á landi í ágúst. Siglfirðingur.is náði tali af Anitu Elefsen forstöðumanni Síldarminjasafnsins og spurðist fyrir um komur skemmtiferðaskipa í sumar og annað sem…

Lubbinn fjarlægður

Í gær tók breytt fyrirkomulag samkomubanns gildi í landinu. Nú mega 50 manns koma saman og leyfilegt er að fara í klippingu og sjúkraþjálfun, að eitthvað sé nefnt. Tveggja metra reglan er þó enn við lýði. Steingrímur Kristinsson skrifaði eftirfarandi á Facebook-síðu sína í morgun: „Fyrsti viðskiptavinur hjá Hrólfi rakara, frá því að Covid-19 lokanir…

Siglufjörður á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hleypti 28. apríl síðastliðinn af stokkunum streymisvefnum „Ísland á filmu“ þar sem almenningi er í fyrsta sinn opnaður aðgangur að mörgum fágætum gullmolum í vörslu safnsins. Siglufjörður kemur þar við sögu. Sjá hér (ýtt er á rauða depilinn yfir bænum). Mynd: Skjáskot af heimasíðu Kvikmyndasafns Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]