Enn er lokað

Múlavegi var lokað kl. 19.00 í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og enn er lokað. Skyldi Vegagerðin hafa kannað möguleikann á að byggja vegskála yfir hættulegustu kaflana, fyrst ný jarðgöng úr Ólafsfirði yfir á Dalvík eru ekki á teikniborðinu? Eitthvað svipað og gert var á sínum tíma á Óshlíðinni milli Bolungarvíkur og Hnífsdals? Þau yrðu reyndar að…

Stórborg og heimsborg

Íbúar Siglufjarðar urðu flestir 3.100, skömmu fyrir miðja síðustu öld. En það voru mun fleiri í bænum á sumrin meðan síldarævintýrið stóð sem hæst, aðkomufólk sem var að vinna á síldarplönum og í verksmiðjunum og sjómenn sem komu í land þegar ekki viðraði til veiða – í svokölluðum landlegum. Erlendir sjómenn voru hluti þess hóps….

Sólardagurinn 2020

Sólardagurinn er runninn upp. Loksins. Á myndinni hér fyrir ofan er hún Eldey Ólöf Óskarsdóttir, að verða sex ára. Hún fagnar líka eins og aðrir bæjarbúar komu sólarinnar eftir 74 daga fjarveru hennar. Pönnukökur eru víða á borðum í tilefni þessa og söngur yngri bekkja grunnskólabarna í kirkjutröppunum í hádeginu, eins og verið hefur um…

Isabella Moana Perrett

Isabella Moana Perrett var færð til skírnar í dag á heimili sínu að Suðurgötu 86 á Siglufirði. Hún fæddist 25. desember 2019 þar heima. Foreldrar hennar eru Dagný Sif Stefánsdóttir og Andrew Victor Perrett. Isabella Moana á tvö eldri systkin, sem eru Katrín Rose Perrett, fædd árið 2016, og Ari Thor Perrett, fæddur árið 2014….

Hlý­leik­inn í for­grunni

Elín Þorsteinsdóttir inn­an­húss­arki­tekt fékk það verk­efni að hanna hót­elið Skála­kot sem er við Hvolsvöll. Gam­aldags stíll ræður ríkj­um á hót­el­inu og er hlý­leik­inn í for­grunni. Áður en Elín hannaði Skála­kot hannaði hún veit­ingastaðinn Fáka­sel. Þegar eig­end­ur Skála­kots, Guðmund­ur og Jó­hanna, komu á þann veit­ingastað höfðu þau sam­band og báðu El­ínu að hanna fyr­ir sig hót­el.“…

Kirkjuskóla frestað

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta því um viku að barnastarf Siglufjarðarkirkju hefjist. Kortið hér fyrir ofan miðar við stöðuna kl. 06.00 í fyrramálið en á það er ekkert að treysta, óveðrinu gæti seinkað. Enginn kirkjuskóli verður því á morgun. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]