Enn á ný lokað

Lokað er um Siglufjarðarveg og Múlaveg, að því er segir á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Ekki kemur þar fram hvort um er að ræða snjóflóð eða hættu á þeim, og ekkert um hvort opnun er fyrirhuguð eða hvenær. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Lokað vegna snjóflóðahættu

Veginum frá Ólafsfirði til Dalvíkur hefur verið lokað vegna hættu á snjóflóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var að berast frá Vegagerðinni. Aðstæður verða skoðaðar með morgninum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Jólaaðstoð 2017

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn veita þeim á Eyjafjarðarsvæðinu sem á þurfa að halda fjárhagslega aðstoð fyrir jólin. Fyrir þau sem búa á og við Akureyri skal bent á auglýsinguna hér fyrir ofan, en þau sem eru utan þess svæðis hafa samband við viðkomandi sóknarprest og nálgast hjá honum eyðublað sem þarf…

Lokað beggja vegna

Um kl. 22.00 í kvöld var tilkynnt á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar að Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli væru nú báðir lokaðir vegna snjóflóða og yrðu ekki skoðaðir fyrr en í birtingu á morgun. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Siglufjarðarvegur lokaður

Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs, að því er lesa má á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Í Siglufirði hefur gengið á með éljum undanfarnar klukkustundir. Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir hvað snjóflóð á Múlavegi varðar. Spá Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: „Norðan 10-15 og él, en 18-23 og snjókoma í kvöld….

Upplestrar- og myndakvöld Siglfirðingafélagsins

Hið árlega Upplestrar- og myndakvöld Siglfirðingafélagsins í aðdraganda jóla verður haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 20:00. Lesið verður upp úr þremur „siglfirskum“ jólabókum. Þessar bækur eru: Mistur eftir Ragnar Jónasson, Alli Rúts eftir Helga Sigurðsson og Gunnar Birgisson eftir Orra Pál Ormarsson. Höfundar árita og bækurnar verða til sölu…

Barnastarf Siglufjarðarkirkju

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, kl. 11.15, og nú verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur, enda ekki seinna vænna, því aðventan er innan seilingar, hefst 3. desember. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Bingó á morgun

Barna- og unglingaráð Blakfélags Fjallabyggðar heldur bingó á morgun, sunnudaginn 19. nóvember, kl. 15.00, á Kaffi Rauðku. Hvert spjald kostar 300 krónur og vinningar eru hver öðrum flottari. Fólk er hvatt til að mæta og styrkja um leið gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Veitingageirinn fjallar um Torgið

Veitingageirinn.is, einn vinsælasti fréttavefur landsins um mat og vín, fjallar um veitingastaðinn Torgið í nýjustu færslu sinni. Forsvarsmenn Veitingageirans, hjónin Smári Valtýr Sæbjörnsson matreiðslumaður og Selma Hrönn Maríudóttir rafeindavirki, vefráðgjafi og vefhönnuður, fluttu til Siglufjarðar í ágústmánuði síðastliðnum og búa á Lindargötu 5. Þau reka netfyrirtækið Tónaflóð veflausnir, sem sett hefur upp yfir 800 vefi…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is