Bingó á sunnudag

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í safnaðarheimilinu á sunnudaginn kemur, 4. nóvember, og hefst það kl. 15.00. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hjón tilnefnd heiðursfélagar

Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru í fyrradag tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989. Hún sá um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. „Vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri…

Nýr formaður kosinn

Fjölmenni var á aðalfundi Siglfirðingafélagsins í gærkvöldi sem haldinn var í Bústaðakirkju. Jónas Skúlason, fyrrverandi varaformaður félagsins, var kosinn formaður og tók við af Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, sem lét af embætti eftir 8 ára setu á formannsstóli. Ný í stjórn voru kosin Birgir Gunnarsson, Gunnhildur Gígja Þórisdóttir og Hlöðver Sigurðsson en þau tóku sæti Halldóru…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins 2018 verður haldinn annað kvöld, þriðjudaginn 30. október, í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst stundvíslega kl. 20.00. Kittý Gull býður upp á kaffi og vöfflur, næg bílastæði og skemmtilegur félagsskapur. Sýndur verður bútur úr sjónvarpsþáttum um sögu Siglufjarðar sem sýndir verða á RÚV í vetur. Fjölmennum. Stjórnin Mynd og texti: Aðsent.

Gleymum ekki smáfuglunum

Nú þegar allt er á kafi í snjó hér nyrðra er fólk vinsamlegast beðið um að hugsa til smáfuglanna með einhvern glaðning. Þeir geta sér litla björg veitt í þessum jarðbönnum. Fyrir þresti og fleiri tegundir má setja út kramda og saxaða afganga af næstum öllum mat nema grænmeti, og séu tré í görðum er…

Sextíu kíló af sólskini

Hallgrímur Helgason heimsækir Siglufjörð á morgun, fimmtudaginn 25. október, og les fyrir gesti úr nýrri bók sinni á Segli 67. Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; þar segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Dreng­ur sem bjarg­ast fyr­ir krafta­verk hlýt­ur að…

Og enn bætist við

Enn bætist við listann sem var tilefni fréttar hér á vefnum í gær og hefur að gera með afreksfólk í íþróttum sem tengist Siglufirði, því ung stúlka, Anna María Steingrímsdóttir, fædd 1999, hefur undanfarin ár verið að brillera í hópfimleikum. Hún stundar hópfimleika með Stjörnunni og hefur orðið Norðurlanda-, Íslands- og bikarmeistari með stúlkna- og…

Enn einn kvenkyns golfmeistarinn af siglfirskum ættum

Eins og nefnt hefur verið á þessari fréttaveitu eiga tveir kvenkyns golfmeistarar landsins ættir að rekja til Siglufjarðar. Þetta eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2018. Sá þriðji var reyndar að bætast við, Ásta Birna Magnúsdóttir. Þetta er með ólíkindum og hlýtur að vera einhvers…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is