Nanna þriðja elst

Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er nú í þriðja sæti yfir elstu Íslendingana, hún er 103 ára. Aðeins Dóra Ólafsdóttir í Reykjavík, 107 ára, og Lárus Sigfússon í Reykjavík, 104 ára, eru eldri. Frá þessu er sagt á Facebook-síðunni Langlífi. Bæði Nanna og Lárus eru ættuð af Ströndum. Nú eru 50 Íslendingar hundrað ára eða eldri….

Siglfirskur rektor

Mar­grét Jóns­dótt­ir Njarðvík hef­ur verið ráðin rektor Há­skól­ans á Bif­röst frá og með 1. júní 2020, en hún var val­in úr hópi sjö um­sækj­enda. Þetta má lesa á Mbl.is. Og áfram segir þar: „Mar­grét er með doktors­próf í spænsku máli og bók­mennt­um frá Princet­on Uni­versity og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún hef­ur víðtæka reynslu…

Lítið ljós

Margar bækur komu út á síðasta ári, einkum á seinni parti þess, og var jafnvel talað um metfjölda hvað þetta varðaði, ef undirritaður man rétt. Sumar þóttu merkilegri en aðrar og var hampað sem því nam, eins og gengur. Sú fallegasta, bæði að innihaldi og útliti, fór þó hljóðlega um í jólabókaflóðinu. Barst ekki mikið…

Skírn og gifting

Ágústa Líf var færð til skírnar í dag, 31. desember, á heimili foreldra sinna, Maríu Lillýjar Jónsdóttur og Ingvars Steinarssonar, að Hverfisgötu 29 á Siglufirði. Skírnarvottar voru Haukur Jónsson og Steinar Ingi Eiríksson. Ágústa Líf fæddist á Akureyri 6. desember 2019. Eldri systkin hennar eru Ragnheiður Kristín, fædd 2012, Díana Rut, fædd 2014, og Jón…

Vetrarfuglatalning

Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið í gangi undanfarna daga um land allt. Hún hefur verið við lýði síðan um jólaleytið 1952. Þetta mun vera ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra tegunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á…

Aftansöngur kl. 17.00 á morgun

Helgihaldi í Siglufirði þetta árið lýkur með aftansöng kl. 17.00 í Siglufjarðarkirkju á morgun. Þar verður flutt Bjarnatón, eins og venja er um jól. Kirkjukór Siglufjarðar syngur, organisti og stjórnandi verður Rodrigo J. Thomas. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Egill Hrafn Sigurjónsson

Egill Hrafn var færður til skírnar í gær, laugardaginn 28. desember, í Siglufjarðarkirkju. Skírnarvottar eða guðfeðgin voru Katrín Elva Ásgeirsdóttir og Rögnvaldur Egilsson. Egill Hrafn fæddist á Akureyri 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Sigurjón Hrafn Ásgeirsson, að Hvanneyrarbraut 25 á Siglufirði. Eldri systkin Egils Hrafns eru Franzisca Ylfa, sem fædd…

Sólrún Anna á leið til Frakklands

Sólrún Anna Ingvarsdóttir var á dögunum valin í kvennalandslið Íslands í badminton og er á leið til Liévin í Frakklandi, þar sem Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fer fram 11.-16. febrúar næstkomandi. Alls eru 34 landslið skráð í Evrópukeppni karlalandsliða og 29 landslið skráð í Evrópukeppni kvennalandsliða. Karlalandsliðið verður í riðli 5 ásamt Azerbaijan, Tékklandi og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]