Snjóflóðavarnargarðarnir

Í fréttatíma ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var m.a. fjallað um snjóflóðavarnargarðana ofan við Siglufjörð. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr nefndum fréttatíma. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Skarðsvegur loksins opinn

Vegurinn um Siglufjarðarskarð var lagfærður á dögunum og nú er loksins hægt að aka þar alla leið yfir, sem margur hefur þráð í nokkur ár, enda útsýni þaðan mikið og sérstök upplifun að vera þar. Að sögn Vegagerðarinnar er hann þó einungis fær vel útbúnum bifreiðum og reyndum ökumönnum, enda merktur sem torleiði beggja vegna….

Um 0,4% aukning á milli ára

Umferð um Héðinsfjarðargöng það sem af er ári hefur svo til staðið í stað miðað við sama tímabil í fyrra; einungis hefur orðið um 0,4% aukning á milli ára, að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar hjá Vegagerðinni á Akureyri. Samdráttur hefur orðið í janúar, mars, apríl og maí en aukning í febrúar, júní og júlí, eins…

Fyrsti rafbíllinn á Siglufirði

„Ég hef haft þá skoðun frá unglingsárum að á Íslandi ætti ekki að þurfa að nota jarðeldsneyti, eins og dísilolíu og bensín, þar sem aðgangur að náttúruvænni orku væri á Íslandi og hlutfallslega ódýr. Með tilkomu raforkuvera frá fallvötnum og hverum má fá næga sjálfbæra og umhverfisvæna orku. Ég taldi lengi vel að rafgreining vatns…

Alexander Freyr

Alexander Freyr var skírður í gær í Þormóðsbúð á Siglufirði. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Gígja Magnúsdóttir og Guðmundur Óli Sigurðsson. Alexander Freyr á tvö systkin, Nadíu Ósk, sem er fædd árið 2009, og Sigurð Arnar, sem er fæddur árið 2012. Skírnarvottar voru Alix Rittmeyer, Freyr Steinar…

Útimessa í skóginum

Á morgun, sunnudaginn 30. júlí, verður útimessa í gróinni tóft við Skógarhúsið í Skarðdalsskógi (ekki í Brúðkaupslundinum), við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Best er að koma inn í skóginn að norðanverðu. Athöfnin hefst kl. 11.00. Systrafélag Siglufjarðarkirkju mun bjóða upp á kaffisopa og meðlæti eftir stundina. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fjögurragangamótið að hefjast

Í dag klukkan 17.00 hefst Fjögurragangamótið svokallaða, en það er partur af Hjólreiðahelgi Greifans. Verður farið í gegnum Strákagöng, tvískipt Héðinsfjarðargöngin og svo Múlagöng og endað á Akureyri. Heildarvegalengdin er um 85 km. Umferðarstýring verður í Múlagöngum af þessum sökum. Sjá nánar hér og hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Mun bæta lífsgæði íbúanna

Fjallabyggð og Arnarlax hf. undirrituðu 21. þessa mánaðar í Tjarnarborg í Ólafsfirði viljayfirlýsingu um samstarf og samvinnu um sjókvíaeldi í Eyjafirði/Ólafsfirði. Vísir.is greindi nánar frá þessu í gær. Sjá þar. Og líka hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Trilludagar að hefjast

Það styttist í fjölskylduhátíðina Trilludaga, sem haldin verður á Siglufirði um komandi helgi, 29. og 30. júlí. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér og á meðfylgjandi plakati. Plakat: Af heimasíðu Fjallabyggðar. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kría á sterum

Þann 11. júlí síðastliðinn sást ránþerna (Hydroprogne caspia) í Siglufirði, hélt meðal annars til við Langeyrartjörnina. Um er að ræða stærstu þernutegund í heimi, sem aldrei áður hafði sést á Íslandi, svo vitað sé. Í útliti og atferli minnir hún á kríu, fyrir utan það að fætur eru svartir, en ekki rauðir. Stærðin er hins…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is