Siglfirskir hatarar

Allir þrír tónlistarmennirnir í hljómsveitinni Hatari, sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hafa Siglufjarðartengingu. Klemens Hannigan er sonur Nikulásar Klemenssonar Hannigan, sem er skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ránar Tryggvadóttur lögfræðings en hún er dóttir Tryggva Sigurbjarnarsonar, sem var rafveitustjóri á Siglufirði frá 1961 til 1966, og Siglinde Klein. Matthías Tryggvi Haraldsson er sonur listakonunnar Gunnhildar…

Dimma fer til Hollywood

Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á Dimmu eftir Ragnar Jónasson. Ætlunin er að framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni en hún er upphaf þríleiks Ragnars um lögreglukonuna Huldu.“ Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Áfram sagði þar: „Á meðal þeirra mynda sem Greg Silverman lét Warner Brothers framleiða á meðan hann…

Góðgerðarvika Neon

Nú stendur yfir Góðgerðavika hjá félagsmiðstöðinni Neon í Fjallabyggð. Þau ungmenni, sem eru að fara á SamFestinginn – sem er árleg hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi – um aðra helgi, ganga í hús í kvöld og föstudagskvöld og biðla til bæjarbúa um hógværan styrk til ferðarinnar. Þau verða ekki með posa. Neon greiðir fyrir…

Hjólar pólanna á milli

Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hjálmar Jóelsson lyfjafræðing á Egilsstöðum, sem stundar einhvers konar líkamsrækt á hverjum degi. Hjálmar, sem er fæddur á Siglufirði, gengur á skíðum þegar færi gefst en hjólar, gengur, skokkar eða syndir annars. Hjálmar er fæddur á Siglufirði árið 1941 og orðinn 77 ára, sonur Jóels Hjálmarssonar…

Vetrarfrí Siglufjarðarkirkju

Ekkert barnastarf verður í Siglufjarðarkirkju á morgun, né heldur ljósamessa. Vetrarfrí er í Grunnskóla Fjallabyggðar og starfsfólk kirkjunnar tekur sér frí á sama tíma eins og það hefur gert mörg undanfarin ár. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Trausti á Sauðanesi látinn

Trausti Magnússon, sem var lengi vitavörður á Sauðanesi, lést í gærmorgun á Hrafnistu í Reykjavík en hann varð 100 ára 13. ágúst á síðasta ári. Trausti var fæddur í Kúvíkum við Reykjarfjörð í Strandasýslu og hét fullu nafni Trausti Breiðfjörð. Hann var næstelstur af fjórum börnum Magnúsar Hannibalssonar skipstjóra og Guðfinnu Guðmundsdóttur. Auk þriggja alsystkina…

Einelti mælist 3,1%

Olweus-eineltiskönnun var gerð í Grunnskóla Fjallabyggðar í nóvember í fyrra. Alls tóku 97% nemenda í 5.-10. bekk þátt. Niðurstöður hafa nú verið opinberaðar. Einelti mælist 3,1% sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweus-skólum á landsvísu en það var 6,3%. Héðinsfjörður.is greindi frá þessu á dögunum. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is