Grátt í fjöllum

Það gránaði í siglfirsku fjöllin í nótt, svona til að minna okkur á að veturinn er innan seilingar. Að vísu náðu hvítu klæðin aðeins niður undir miðjar hlíðar, en í Héðinsfirði öllu neðar eða ofan í fjallsrætur. Hvort þetta er eitthvað sem er komið til að vera er óvíst því framundan eru einhver hlýindi. Og…

Útfarir á laugardögum kl. 11.00

Útfarir í Siglufjarðarprestakalli verða eftirleiðis kl. 11.00 á laugardögum yfir vetrartímann, þ.e.a.s. ef óskað er eftir þeim vikudegi. Þetta var ákveðið á fundi í Siglufjarðarkirkju í gær. Yfir sumarmánuðina – júní, júlí og ágúst – verður ekki jarðsungið um helgar, heldur einungis á virkum dögum, en þá eru fleiri tímasetningar í boði, og það á…

Sóknarmannatölin á Netinu

Á vegum Þjóðskjalasafns Íslands er nú unnið að því að mynda og birta á Netinu prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl af öllu landinu. Að því er varðar Siglufjörð (Hvanneyri) eru þegar aðgengileg sóknarmannatöl fyrir flest áranna frá 1785 til 1952. Þarna má finna mikinn fróðleik um íbúana. Hin síðari ár er meðal annars hægt að sjá hvenær…

Valgeir í viðtali

Valgeir Tómas Sigurðsson, athafnamaður á Siglufirði, var í viðtali hjá Gesti Einari Jónassyni á dögunum, í þættinum Hvítir mávar. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Farskóli safnamanna

Farskóli safnamanna verður haldinn hér í bæ dagana 27.-29. september. Síðast var Farskólinn haldinn á Siglufirði árið 2005 og voru þátttakendur þá um 85 að tölu en verða nú rétt tæplega 150 og mun það vera metþátttaka. Farskólastjóri að þessu sinni er Anita Elefsen. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands. Hér má svo…

Breyttur opnunartími í október

Súkkulaðikaffihús Fríðu verður með takmarkaðan opnunartíma næstu vikurnar. Það er lokað frá og með deginum í dag til og með 3. október og síðan verður lokað á mánudögum og þriðjudögum í október. Hinn 1. nóvember fer svo allt í gang aftur. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gamla flugstöðin lagfærð

Í sumar hafa staðið yfir viðgerðir á gömlu flugstöðinni á Siglufirði, endurnýjun á þakklæðningu, enduruppbyggingu þakkassa og þakrenna og skipt hefur verið um gler í nokkrum gluggum. Einnig hefur flugstöðin verið máluð að utan. Að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallar- og umdæmisstjóra hjá Isavia, hefur verið samið við sveitarfélagið um að það taki yfir eignahald á…

Nýja hljómleikahöllin á Siglufirði

Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Það hefur sem kunnugt er á að skipa fögrum byggingum, þar sem Roaldsbrakkinn er sennilega…

Enn veiðast grjótkrabbarnir hér

Eins og nefnt var í Siglufjarðarpistlinum á laugardag, sem gerður var að beiðni Morgunblaðsins, og birtist þar og hér, hafa enn fleiri grjótkrabbar komið upp úr höfninni við Óskarsbryggju/Öldubrjót en áður hefur verið greint frá í þessum vefmiðli. Ef litið er yfir atburðarásina er hún á þennan veg: Hinn 18. júlí í fyrra náðist sá…

Siglufjarðarpistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og hefur undirritaður reynt að byrja hverju sinni þar sem frá…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is