Nanna 103 ára í dag

Strandakonan og gleðigjafinn Nanna Franklínsdóttir, elsti núlifandi íbúi Siglufjarðar, er 103 ára í dag. Hún dvelur á sjúkradeild HSN á Siglufirði. Aðeins einn Siglfirðingur hefur orðið eldri, það er Elín Jónasdóttir sem varð 104 ára. Nanna mun vera sjöundi elsti núlifandi Íslendingurinn, en 45 eru hundrað ára og eldri. Siglfirðingur.is færir henni árnaðaróskir. Sjá líka…

Boðið í fiskisúpu í dag

Sigmar Bech, sem rekið hefur Hafnarkaffi, eða Harbour House Café, undanfarið, býður til fiskisúpu kl. 14.00 í dag. Í skilaboðum sem hann sendi á Facebook í gær, sagði orðrétt: „Kæru íbúar Fjallabyggðar og nærsveitarmenn. Tíminn flýgur og nú er liðið ár frá því að ég opnaði. Í tilefni af frábærum viðtökum á þessu ári sem…

Nancy og Skarðdalsskógur

Fyrir þrem árum dvaldi Nancy Campbell myndlistarmaður og ljóðskáld í Herhúsinu á Siglufirði. Síðan hefur hún dvalið á Grænlandi og víðar og mikið fjallað um norðurslóðir í verkum sínum. Fyrir þau hefur hún fengið ýmsar viðurkenningar í Bretlandi. Þann 7. maí birtist eftir hana grein um Skarðdalsskóg í raftímaritinu The Clearing sem gefið er út…

Síðasta ljósamessa vetrarstarfsins

Á morgun kl. 17.00 verður ljósamessa (kertamessa) í Siglufjarðarkirkju á rólegum nótum, við almennan söng og píanóundirleik. Þetta verður síðasta ljósamessa vetrarstarfsins. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Norðurstrandarleið opnuð 8. júní

Arctic Co­ast Way, eða Norðurstrandarleið, verður form­lega opnuð 8. júní en um er að ræða verk­efni í ferðaþjón­ustu sem á að skapa nýtt aðdrátt­ar­afl á Norður­landi og kynna lands­hlut­ann sem ein­stak­an áfangastað. Er þetta um 900 km leið meðfram Norður­strönd­inni, frá Hvammstanga við Húna­flóa í vestri til Bakka­fjarðar í austri, en veg­ur­inn ligg­ur út frá…

Og hvítari varð hann…

Enn hvítari var fjörðurinn í bítið í morgun en í gær og snjórinn nú kominn í bæinn. Meðfylgjandi ljósmyndir ættu að sýna þetta best. En bráðum kemur betri tíð. Sjá hér. Myndir og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Síldarfólk í brennidepli

Síðustu vikurnar hefur Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, ferðast um landið með kvikmyndatökumanni í þeim erindagjörðum að taka viðtöl við fólk sem vann í síld, hvort sem var í landi eða á sjó. Meginmarkmiðið er að afla heimilda um líf og störf þess, tíðarandann, rómantíkina, erfiðið, tilfinningarnar, tónlistina, félagslífið, verkunaraðferðir, hjátrú og aðra mikilvæga þætti…

Hvítt í morgunsárið

Ekki er nú sumarlegt um að litast hér nyrðra þessa stundina, hvítt ofan í fjallsrætur og þriggja gráðu frost. Ekki á að fara að hlýna í veðri fyrr en á sunnudag. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Fermingarbörn næsta vetrar

Sóknarprestarnir í Fjallabyggð boða foreldra þeirra barna sem hyggjast fermast í Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarprestakalli á næsta ári, þ.e.a.s. árgangs 2006, til rabbfundar í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju í kvöld, miðvikudaginn 8. maí kl. 20.00. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Lagfæring á vegi og brú á döfinni

Vegurinn handan fjarðarins kemur illa undan vetri, er mjög holóttur og seinfarinn. Siglfirðingur.is hafði á dögunum samband við Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar, og innti hann eftir því hvort einhver áform væru um að laga hann á næstunni. Ármann svaraði því til, að það væri borið í þennan veg á hverju ári og hann…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is