Svipaður fjöldi íbúa

Tölur Þjóðskrár Íslands um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2018 sýna fjölgun frá árinu áður í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra, þar sem íbúum fækkaði um 0,2%. Þrettán sveitarfélög eru í þeim landshluta og var mest fjölgun í Langanesbyggð, 6%, og mest fækkun í Norðurþingi, 7%. Í Fjallabyggð fækkaði íbúum um 7, eða…

Vetrarfuglatalning

Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið í gangi undanfarna daga um land allt. Hún hefur verið við lýði síðan um jólaleytið 1952. Þetta mun vera ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra tegunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á…

Mandarínönd heimsækir Siglufjörð

Mandarínönd, karlfugl í sínu fínasta pússi, er í heimsókn í Siglufirði þessa dagana. Hún er ættuð úr Austur-Asíu en er sennilega komin til Íslands frá Bretlandseyjum og er af flokki trjáanda, en þær eru í háttum svipaðar buslöndum, eins og rauðhöfðaönd, stokkönd og urtönd. Mandarínönd er 41-49 sm að lengd og með 65-75 sm vænghaf….

Alþýðuhúsið á Þrettándanum

Sunnudaginn næstkomandi, 6. janúar, kl. 14.00, opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem samanstendur af verkum í eigu Aðalheiðar. Undanfarin ár hefur hún haft gaman af að setja upp verk úr listaverkaeigu fjölskyldunnar sem er orðin töluverð eftir 30 ára starf við myndlist. Að þessu sinni eru það listamennirnir Jón Laxdal, Freyja Reynisdóttir, Leifur…

Næstum 16 stiga hiti

Það var hlýtt fyrir norðan í dag, alla vega miðað við árstíma. Í Héðinsfirði fór hitinn í 15,8 gráður og í Siglufirði í 15,1 gráðu. Sjá nánar á Vísi. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Nýárstónleikar

Nýárstónleikar verða í Siglufjarðarkirkju á laugardaginn kemur, 5. janúar, kl. 17.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Karlakórinn í Fjallabyggð, ásamt hljómsveit og einsöngvara, nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir og Kirkjukór Siglufjarðar. Miðaverð er 2.500 krónur en ókeypis fyrir yngri en 12 ára. Enginn posi verður á staðnum. Allur ágóði rennur…

Hestaferð frá Sauðanesi

Upp úr hádegi í gær fóru iðkendur Hestamannafélagsins Glæsis, þau Halldóra Helga Sindradóttir, Hörður Ingi Kristjánsson og Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir, ásamt Herdísi Erlendsdóttur, með tíu hesta frá Sauðanesi til Siglufjarðar. Halldóra var á Sprota, Hörður á Gusti, Marlis á Frigg og Herdís á Sesari. Hefjast nú æfingar hjá iðkendum á Siglufirði en þessi ungmenni…

Myndir frá gamlárskvöldi

Ingvar Erlingsson brá sér út í gærkvöldi, eins og margur annar, og fangaði síðustu augnablik ársins 2018  í myndum. Þær eru hér fyrir neðan, birtar með góðfúslegu leyfi hans. Sjá líka hér. Og hér. Myndir: Ingvar Erlingsson. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Blysin á brúninni

Í bókinni Siglfirskir söguþættir (1997) er að finna grein eftir Þ. Ragnar Jónasson (1913-2003) sem nefnist „Blysin á brúninni“ og er saga ljósanna í Hvanneyrarskál þar rakin í ítarlegu máli. Ekki er úr vegi að rifja hana upp núna, í tilefni komandi áramóta. En hún er svofelld: Blysin á brúninni Það vakti mikla eftirtekt og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is