Gústabók komin út

Gústi, ævisaga Gústa guðsmanns, kom til landsins í gær. Hún var prentuð í Lettlandi. Fyrsta eintakið var afhent Siglfirðingafélaginu á aðalfundi þess í gær og veitti Jónas Skúlason, formaður, því viðtöku úr hendi Helga Magnússonar, sem var einn af þeim sem kom að vinnslu bókarinnar. Höfundur sjálfur var bundinn starfsskyldum fyrir norðan. Áður en til…

Kaktus á Akureyri

Í kvöld kl. 20.00, föstudaginn 1. nóvember, opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Seiðandi dans í Kaktus á Akureyri. Opnunin hefst með súpu og léttum veitingum. Sýningin er opin laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Að vanda eru allir hjartalega velkomnir að njóta lista og ljúfra stunda. Seiðandi dans. Manneskjan hefur frá örófi…

Neyðarkall

Sala á Neyðarkalli Landsbjargar er að fara af stað. Björgunarsveitin Strákar hyggst ganga í hús í kvöld. Söfnuninni lýkur 3. nóvember. Mynd og texti: Aðsent.

Safnað fyrir vatni

Fermingarbörn um land allt hafa síðustu tvo daga verið að ganga í hús til að safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Söfnunin þetta árið er sú 21. í röðinni. Frá árinu 1998 hafa fermingarbörn safnað yfir 100 milljónum króna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar. Með því að ganga í hús í þessum tilgangi fá fermingarbörnin…

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins

Aðalfundur Siglfirðingafélagsins verður haldinn í Bústaðakirkju annað kvöld, 31. október, og hefst stundvíslega kl. 20.00. Sjá nánar á meðfylgjandi veggspjaldi. Mynd og veggspjald: Aðsent. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Vítaspyrnukeppni Mumma

Í sumar var vítaspyrnukeppni Mumma haldin og var þetta í 25. skiptið. Hún er fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Keppendur að þessu sinni voru 14 talsins og keppt í þremur flokkum. Keppnin var eins og síðustu ár haldin á sparkvellinum á Siglufirði. Það var mikil spenna í lofti, bæði hjá áhorfendum og keppendum, eins…

Gaf barnastarfinu 25 pizzur

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði gaf barnastarfi Siglufjarðarkirkju 25 heitar pizzur í hádeginu í dag og kveikti við það gleðibros á mörgu litlu andlitinu í safnaðarheimili kirkjunnar. Glampinn í augum hinna fullorðnu var reyndar ekki síðri. Kirkjuskólinn byrjar kl. 11.15 hvern sunnudag og stendur til kl. 12.45, þannig að eftir um hálftíma stund niðri í kirkju…

Óvenjuleg dúfa á Siglufirði

Nýverið sást óvenjuleg dúfa á Hvanneyrarhólnum á Siglufirði. Í fyrstu skiptust menn í tvær fylkingar varðandi greiningu. Annar hópurinn vildi meina að þetta væri ung turtildúfa (Streptopelia turtur), og réði það af hinum stóra og einkennandi hálsbletti, en hinn vildi meina að þetta væri ung tyrkjadúfa (Streptopelia decaocto). Yann Kolbeinsson fuglafræðingur var fyrstur til að…

Siglufjarðarkirkja á morgun

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45. Athyglisverð tilraun verður svo gerð kl. 14.30, en þá býður söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, öllum sem áhuga hafa að koma og renna í gegnum 15 nýja sálma, sem yrðu svo sungnir sumir hverjir í messunni sem hefst kl. 17.00….

Fyrsti vetrardagur

Þá er veturinn kominn. Kári var þó mættur nokkru áður hér nyrðra, eins og mannfólkið og önnur dýr, þ.m.t. hrossin á myndinni hér fyrir ofan, í beitarhólfi á Höfðaströnd, fengu að kynnast á þriðjudaginn var, þar sem þau misánægð létu hríðarkófið yfir sig ganga. Einhver þeirra munu vera siglfirsk. Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is