Fermingin á hvítasunnudag

Á hvítasunnudag, 4. júní, kl. 11.00, var fermingarmessa í Siglufjarðarkirkju. Þau sem fermdust voru: Arna Sverrisdóttir, Hafnartúni 28, Siglufirði, Birna Björk Heimisdóttir, Hverfisgötu 5a, Siglufirði, Bjartmar Ari Aðalsteinsson, Túngötu 34, Siglufirði, Hörður Ingi Kristjánsson, Hólavegi 65, Siglufirði, Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Hólavegi 79, Siglufirði, Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Hvanneyrarbraut 52, Siglufirði. Um tónlistarflutning sáu Rodrigo J. Thomas,…

Myndir frá sjómannadegi

Í dag var athöfn á Rammatúni á Siglufirði þar sem blómsveigur var lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn og að því búnu Páll Gunnlaugsson heiðraður fyrir sjómannsferil sinn. Hann er fæddur 28. febrúar 1936 og því orðinn 81 árs gamall. Páll byrjaði á línubát frá Reykjavík þegar hann var 17 ára og fljótlega fór hann…

Athöfn á Rammatúni

Á morgun, sjómannadag, kl. 14.30, verður athöfn á Rammatúni, þar sem sjómaður verður heiðraður og lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Frá kl. 15.00 til 17.00 verður  Slysavarnadeildin Vörn svo með kaffisölu á Rauðku. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Framandi vor- og sumargestir

Ýmsir gestir fuglaríkisins hafa litið í Siglufjörð þetta vorið og sumarið og þar á meðal eru tegundir sem verða að teljast mikið fágæti. Gargandarsteggur var t.d. hér á Leirunum í byrjun maí en ekki nema í örfáa daga þó. Íslenski varpstofninn telur ekki nema 400-500 varppör. Tveir grafandarsteggir og ein kolla voru hér um svipað…

Sólberg ÓF 1 í prufutúr

Sólberg ÓF 1 hélt til veiða á laugardag, 3. júní, upp úr kl. 22.00. Um er að ræða prufutúr. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar skipið var á leið út fjörðinn. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Ferming í Siglufjarðarkirkju

Á morgun, hvítasunnudag, 4. júní, kl. 11.00, verður fermingarmessa í Siglufjarðarkirkju. Þau sem fermast eru: Arna Sverrisdóttir, Hafnartúni 28, Siglufirði, Birna Björk Heimisdóttir, Hverfisgötu 5a, Siglufirði, Bjartmar Ari Aðalsteinsson, Túngötu 34, Siglufirði, Hörður Ingi Kristjánsson, Hólavegi 65, Siglufirði, Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Hólavegi 79, Siglufirði, Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Hvanneyrarbraut 52, Siglufirði. Um tónlistarflutning sjá Rodrigo J….

Hjólað um þrenn jarðgöng

Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðarstarf. Liðsmenn þess hjóla á hverju sumri frá Kaupmannahöfn til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum, og nú í 16. skipti, nánar tiltekið frá 8. júlí til 15. júlí næstkomandi. Verkefnið samanstendur af 1.700 hjólreiðamönnum og 450 aðstoðarmönnum sem skiptast niður á 44 staðbundin lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og…

Gestabók í Hvanneyrarskál

Tvær framtakssamar göngukonur, þær Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir og Gróa María Þórðardóttir, tóku sig til og komu fyrir gestabók í Hvanneyrarskál á dögunum. Þær gengu frá bókinni í plastkassa við tröppur á suðurvegg gula hússins sem þar stendur. Staðurinn er merktur með íslenska fánanum. Öll þau sem leggja leið sína í skálina eru hvött til að…

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á hvítasunnudag, 4. júní, kl. 14.30-15.30, verður haldið „Sunnudagskaffi með skapandi fólki“ í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sunnudagskaffið er röð fyrirlestra, tónleika, upplestra, gjörninga eða hvers þess sem byggist á skapandi hugsun. Áhugaverðum einstaklingum er boðið til þátttöku, þar sem þeir gefa gestum innsýn í skapandi ferli. Viðburðirnir eru haldnir fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Að þessu…

Ljósmyndasögusafnið opið í sumar

Ljósmyndasögusafnið að Vetrarbraut 17 hér í bæ, Saga-Fotografica, verður opið daglega í allt sumar, nánar tiltekið frá 1. júní til 1. september, frá kl. 13.00 til 16.00. Þar er alltaf heitt á könnunni og margt að skoða. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Mynd: Úr safni. Auglýsing: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is