Gagginn opinn um helgina

Opið hús verður í Gagganum á laugardag og sunnudag, 19. og 20. maí, frá kl. 12.00 til 13.00. Einungis þrjár íbúðir eru óseldar. Verð þeirra er á bilinu 15.5-24.5 milljónir króna. Allir eru velkomnir. Mynd (tölvuteikning): Elín Þorsteinsdóttir. Texti: Aðsendur.

Kanadagæsir í heimsókn

Í Siglufirði hafa sést um 100 fuglategundir, eftir því sem best er vitað. Í fyrradag bættist ein við, þegar fjórar kanadagæsir litu í heimsókn. Þær héldu sig austan megin við ós Hólsár, voru ýmist á flugbrautarbakkanum eða þá – ef að þeim komst styggð – á sjónum, en ekkert á sjálfum Leirunum á fjöru. Kanadagæs…

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn kemur, 20. maí, frá kl. 13.00 til 14.00, mun Ómar Hauksson spjalla um gamla tíma á Siglufirði. Tilefnið er 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar og vert að líta um öxl og rifja upp söguna. Ómar hefur til fjölda ára gengið með gesti um Siglufjörð og sagt sögur af húsum og fólki sem þar hefur…

Dísin þokkafulla

Tómas Guðbjartsson og félagar voru á Siglufirði um helgina og dásama enn Siglufjarðarfjöll og aðstæður til skíðaiðkunar. Í færslu á Facebook á mánudag, 14. maí, segir hann: „Dísin þokkafulla skíðuð í gær. Í gær buðust fullkomnar aðstæður til að skíða niður norðausturhlið Dísarinnar (Móskógahnjúks) – en þessa leið hafði ég ekki skíðað áður né heldur skíðadrottningin Auður…

Kökubasar leikskólans

Á fimmtudaginn kemur, 17. maí, verður árlegur kökubasar leikskólans í Kiwanishúsinu á Siglufirði. Kaupa má tertur, kökur og brauð frá kl. 08.30. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Mynd og texti: Aðsent.

Síðasti sýningardagur

Þau sem enn hafa ekki litið inn á sýninguna í Ráðhúsi Fjallabyggðar, hvar safnarafélagið Þór heldur upp á 25 ára afmæli sitt, eru hvött til að láta verða af því á morgun, en þá er síðasti dagur hennar. Opið verður frá kl. 14.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson |…

Dagur aldraðra á morgun

Á morgun, uppstigningardag, 10. maí, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Hún hefst kl. 14.00. Ræðumaður verður sr. Ólafur Þór Hallgrímsson, fyrrverandi sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði. Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Undirleikarar og stjórnendur verða Rodrigo J. Thomas og Sturlaugur Kristjánsson. Eldriborgarar lesa ritningarlestra. Undirritaður þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar í…

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Siglufjarðarsóknar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 9. maí, kl. 20.00, í safnaðarheimilinu, en honum þurfti að fresta af óviðráðanlegum orsökum, átti að vera 30. apríl síðastliðinn, eins og auglýst hafði verið. Venjuleg aðalfundarstörf. Heitt verður á könnunni. Verið hjartanlega velkomin. Sóknarnefnd SiglufjarðarkirkjuSóknarprestur Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Ofurtröllamótið um helgina

Nú styttist í Super Troll Ski Race fjallaskíðamótið, eða Ofurtröllið eins og það er gjarnan nefnt á íslensku, en það verður haldið í fimmta sinn um komandi helgi. Veðurspáin er góð og ekki vantar snjóinn. Og það stefnir í metþátttöku. Morgunblaðið birti í dag af þessu tilefni viðtal við Sig­ríði Vig­fús­dótt­ur, en hún er ein af…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is