Breytingar í Fjallabyggð

Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í breytingar á útibúaneti Arion banka í Fjallabyggð með það að markmiði að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu sem viðskiptamönnum var send í dag. Liður í þessum breytingum er að útibúin tvö sameinast í útibúinu á Siglufirði. Sameiningin tekur gildi…

Alma skipuð landlæknir

Alma Dagbjört Möller læknir hefur verið skipuð landlæknir frá næstu mánaðamótum. Hún er fædd á Siglufirði árið 1961, yngst af sex börnum Jóhanns G. Möller verkalýðsleiðtoga og bæjarfulltrúa og Helenu Sigtryggsdóttur, sem er orðin 94 ára. Í frétt frá velferðarráðuneytinu segir að Alma verði fyrst kvenna til að gegna þessu embætti en umsækjendur um stöðuna…

Nýr líkbíll tekinn í notkun

Eins og flestum bæjarbúum er eflaust orðið kunnugt er nýr líkbíll tekinn við hlutverki þess sem verið hefur í notkun í Siglufirði undanfarin ár. Sá var farinn að gamlast all verulega og ekki alltaf á hann treystandi á viðkvæmum augnablikum og því var ráðist í að útvega annan í hans stað. Keyptur var bíll í…

Tjaldurinn mættur

Tjaldurinn er kominn. Tveir sáust um miðja síðustu viku innfjarðar og einhverjir hafa bæst við síðan. Þetta er fyrr en undanfarin ár. En hvað sem því líður er þetta að sjálfsögðu merki um að vorið sé á næsta leiti. Reyndar sást einn stelkur hér rétt fyrir miðjan síðasta mánuð, í hópi sendlinga. Ómögulegt er að…

Enginn Kirkjuskóli á morgun

Af óviðráðanlegum orsökum fellur barnastarf Siglufjarðarkirkju niður á morgun. Næsti tími verður 11. mars, frá kl. 11.15 til 12.45, þá verður farið að huga að páskaeggjamálun, og síðasta samvera vetrarins verður svo 18. mars á sama tíma. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hnakkur fyrir hreyfihamlaða

„Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár,“ segir Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi við utanverðan Siglufjörð að vestan, en á dögunum fékk hún loks í hendur sérsmíðaðan hnakk sem gerir hreyfihömluðum auðveldara með að stunda hestaíþróttina. Herdís og eiginmaður hennar, Jón, eiga þrjú börn og eru með sauðfjárbú, hestaleigu og…

Kveðja frá Ástralíu

Golfsnillingurinn okkar og Íþróttamaður ársins 2017, hún Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem eins og áður hefur komið fram er af siglfirskum ættum, en hún er dóttir Elísabetar Erlendsdóttur og Kristins J. Gíslasonar, var um síðustu helgi að keppa á Ladies Classic Bonville golfmótinu í Ástralíu, sem er afar sterkt. En þetta var ekki allt hvað Siglufjörð…

Alþjóðlegt ævintýri fyrir unglinga

Mjög svo áhugaverð auglýsing var að berast fréttavefnum og víst er að ef allt gengur að óskum verður mikið líf og fjör í Siglufirði á komandi árum, því hér er um nýja viðbót í mannlífsflóru Fjallabyggðar að ræða sem vonandi á eftir að festa sig í sessi. Mynd og auglýsing: Aðsent. Texti: Sigurður Ægisson |…

Genis í stórsókn

Hilm­ar Jan­us­son for­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Genis á Sigluf­irði, sem er í eigu Ró­berts Guðfinns­son­ar at­hafna­manns, seg­ir að fyr­ir­tækið und­ir­búi nú næstu stóru skref­in á markaði. Genis markaðssetti sem kunnugt er í fyrra­sum­ar fæðubót­ar­efnið Benecta inn á Bret­lands­markað og á Íslandi. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í ítarlegri frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu, sem…

Barnastarf og kertamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 verður svo kertamessa á rólegum nótum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is