Fríða súkkulaðikaffihús á 2ja ára afmæli í dag

Fríða súkkulaðikaffihús á 2ja ára afmæli í dag. Í tilefni þess verða mismunandi tilboð í gangi á hverjum degi út vikuna. Einnig hefur verið opnuð vefverslun í tilefni afmælisins á slóðinni www.frida.is.  Þar má panta konfekt og súkkulaðiplötur og fylgjast með starfsemi fyrirtækisins. Fylgist með Fríðu hér. Texti: Selma Hrönn Maríudóttir. Mynd: Af Facebook-síðu Fríðu.

Nýjar veiðireglur fyrir Hólsá

Í Hólsdal, og kannski víðar, er búið að setja upp skilti með nýjum veiðireglum í Hólsá – og veitti ekki af. Er þetta liður í uppbyggingu árinnar, en í gegnum tíðina hefur lífríki hennar sem kunnugt er spillst verulega, m.a. vegna efnisnáms, og allt of mikið verið úr henni tekið af fiski líka, enda hefur…

Sumarsólstöðuhátíð

Sumarsólstöðuhátíð Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður haldin laugardagskvöldið 23. júní næstkomandi klukkan 20.00 í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins. Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari flytja þjóðlagaútsetningar eftir Snorra Sigfús Birgisson, Eyjólfur Eyjólfsson leikur á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða, flytja tvísöngva og leiða samsöng. Að dagskrá lokinni verður haldið yfir í Brugghús Seguls 67 þar sem áfram verður kveðið…

Kveðið úr kirkjuturni

Á næstunni mun hefjast flutningur íslenskra þjóðlaga úr turni Siglufjarðarkirkju og hljóma til 1. október. Tekinn er upp sami háttur og í fyrra og hittifyrra þegar spilaðar voru tvisvar á dag, í hádeginu og síðdegis, upptökur af söng félaga úr Kvæðamannafélaginu Rímu í Fjallabyggð. Sá flutningur mæltist vel fyrir meðal margra og skýr hvatning kom…

17. júní fyrir einni öld

Ungmennafélag Siglufjarðar gekkst fyrir hátíðahöldum í bænum 17. júní 1918, íþróttum, ræðuhöldum. söng og dansi. Frá þessu var sagt í blaðinu Fram. Svo virðist sem þetta hafi verið í fyrsta sinn sem haldið var upp á sautjánda júní á Siglufirði, daginn sem síðar varð þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í lok fréttarinnar sagði að óskandi væri að Ungmennafélagið…

Jarðskjálfti upp á 3,5

Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter varð 10,8 km NV af Siglufirði um kl. 23.03 í kvöld. Upptök hans voru á 13,7 km dýpi. Hann fannst vel á Siglufirði, m.a. á Hvanneyrarhólnum. Fyrst var eins og geysiþungt farartæki æki á miklum hraða eftir Hvanneyrarbrautinni og svo kom mikill og hávær dynkur, eins og sprenging, og engu…

Kvöldstund í olíutankanum

Fyrsta kvöldstund Þjóðlagasetursins þetta sumarið verður í gamla olíutankanum við Síldarminjasafnið annað kvöld, 15. júní. Sérstakur gestur setursins þessa vikuna er hin magnaða svissneska fjöllistakona Rea Dubach. Rea mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni flytja spunaverk við langspilsleik í raftónlistarlegri útfærslu. Kvöldstundin hefst klukkan 20.00 og stendur yfir í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir…

RAX og Jóna á Siglufirði

Sýning verður opnuð 17. júní á ljósmyndasögusafninu, Saga-Fotografica, á Siglufirði eins og hefð er orðin fyrir. Í sumar verða þar á veggjum verk tveggja ljósmyndara; annars vegar myndir Ragnars Axelssonar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, hins vegar verk Jónu Þorvaldsdóttur. Fimm stórar Grænlandsmyndir Ragnar verða til sýnis á Siglufirði, auk nokkurra minni úr safni hjónanna…

Björn og Scott í Ólafsfirði

Ástralski ljósmyndarinn Scott Probst, sem nú er húshaldari í Listhúsinu á Ólafsfirði, og Björn Valdimarsson, halda ljósmyndasýningu í Kaffi Klöru nú í sumar. Myndirnar voru teknar á Ólafsfirði og víðar á Norðurlandi. Scott sýnir myndir af húsum og landslagi og Björn af fólki sem býr eða hefur starfað í Ólafsfirði. Sýninging verður opnuð þann 17….

Með GPS-tæki á bakinu

Þann 24. maí síðastliðinn náðist mynd af jaðrakaninum hér fyrir ofan. Það sem vakti athygli tíðindamanns var litli skjárinn sem hann var með á bakinu auk þess sem litmerki á öðrum fæti voru þrjú, en ekki tvö eins og hjá Bretunum sem hafa verið að merkja jaðrakana í Siglufirði á undanförnum árum, og svo var…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is