Gáfu veglegt málverk

Fjölskylda Orra Vigfússonar færði Síldarminjasafninu veglega gjöf á dögunum, stórt málverk úr eigu Orra og föður hans, Vigfúsar Friðjónssonar, síldarsaltanda. Verkið málaði þýskur listamaður upp úr 1950, eftir ljósmynd að ósk Vigfúsar. Málverkið sýnir miklar stæður af síldartunnum sem bíða útflutnings, milli húsa á þeim slóðum sem Vigfús rak síldarsöltun sína, Íslenskan fisk, á árunum…

Sofa úti í hverjum mánuði

Vinkonurnar og ferðamálafræðingarnir Anna Lind Björnsdóttir og Pálína Ósk Hraundal eru í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu í dag, en þær búa í Noregi, eru þar í meistaranámi í náttúrutengdri ferðaþjónustu og taka það alla leið. Anna Lind er Siglfirðingur. Foreldrar hennar eru Jónína Sóley Ólafsdóttir og Björn Zófónías Ásgrímsson. Sjá líka hér og hér. Mynd…

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Á morgun, sunnudaginn 2. september, frá kl. 14.30 til 15.30, verður Rósa Kristín Júlíusdóttir með erindi í Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem ber yfirskriftina Samvinnulistsköpun. Rósa Kristín Júlíusdóttir lærði myndlist á Ítalíu og útskrifaðist úr málunardeild frá Listaakademíunni í Bologna árið 1974. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri, var stundakennari við Listaháskóla Íslands og var…

Ungmennafélagar í fjöruhreinsun

Á Facebooksíðu Ungmennafélagsins Glóa kemur fram að á sunnudag hafi stjórnarfólk og fleiri hreinsað fjöruna „út í Bakka“ og Hvanneyrarkrókinn. Þar var þó nokkuð af rusli, mest plast, járn og netadræsur. Á síðunni segir: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmenn í Glóa huga að umhverfismálum því áður hefur verið farið í svipaðar hreinsunarferðir…

Uppskeruhátíð Þjóðalagasetursins

Í dag, 31. ágúst, er að vanda síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins og í kvöld verður haldin uppskeruhátíð á Brugghúsi Seguls 67. Hjónin Írís Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal flytja nokkra velvalda söngva. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á langspil og meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða, syngja tvísöngva og leiða fjöldasöng. Kvöldstundin hefst klukkan 20.30,…

Siglfirsk blöð á Landsbókasafni

Í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands í fyrradag, 28. ágúst, er ástæða til að vekja athygli á vefnum Tímarit.is sem safnið heldur úti. Þar má finna á annað þúsund blöð og tímarit, þar af 23 sem gefin voru út á Siglufirði allt frá 1916 til 2005. Þeirra á meðal eru flokksmálgögnin Einherji, Mjölnir,…

Riðið út á Siglunes

Þann 21. júlí síðast liðinn reið Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi með 35 hesta frá Siglufirði út á Siglunes. Með henni fóru m.a. Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir, Rebekka Spieler og Marlis Jóna Karlsdóttir, auk Ernu og Marsibilar, systra Herdísar. Lagt var af stað frá Siglufirði um hádegi og riðið út að Selárvita en þar var farið upp…

Hvenær er hægt að fara í sund?

Á vefsíðu Fjallabyggðar er vakin athygli á því að 27. ágúst tekur gildi breyttur afgreiðslutími í íþróttamiðsvöðvum í sveitarfélaginu. Sjá nánar hér. Og hér. Mynd og tafla: Fjallabyggð. Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Aðalheiður sýnir á Akureyri

Í gær var opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Hugleiðing um orku. Verk hennar þar fjalla um næringu, náttúru, notagildi, sjálfbærni og samlyndi. Sjá nánar hér. Sýningin verður opin til 21. október næstkomandi. Mynd: Skapti Hallgrímsson. Úr safni. Texti: Listasafnið á Akureyri / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kirkjugarðar Siglufjarðar

Hirðing kirkjugarðanna í Siglufirði, bæði hins gamla og nýja, hefur verið til mikillar fyrirmyndar síðustu vikurnar og er full ástæða til að færa þeim bestu þakkir sem þar eru að verki, Sigríði Guðrúnu Hauksdóttur og Steingrími Óla Hákonarsyni. Ingvar Erlingsson flaug dróna sínum yfir í dag og tók nokkrar myndir. Sjón er sögu ríkari. Myndir:…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is