Pæjumótið byrjað


Pæjumót TM hófst í Siglufirði í morgun, í 21. skipti, og mun það standa fram á miðjan sunnudag. Leikið er frammi á Hóli.

Alls eru 66 lið, í 5., 6. og 7. flokki, skráð til leiks, frá eftirtöldum félögum: Aftureldingu, Álftanesi, BÍ/Bolungarvík, FH, Fjarðabyggð, Fram, Fylki, Haukum, Hetti, KA, Keflavík, KF (Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar), Snæfellsnesi, Stjörnunni, Þór, Þrótti og Val.

Mótinu verða gerð betri skil hér á mánudag.

Eins og hér má sjá voru þær bara ánægðar með fyrsta daginn, þessar Stjörnuhnátur úr 7. flokki B.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is