Óvönduð vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins


Í gær og í dag var haldinn hér í Siglufirði aðalfundur Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, FFS. Var þar samþykkt
harðorð ályktun vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu.

Hún er svofelld:

Aðalfundur
félags forstöðumanna sjúkrahúsa, haldinn á Siglufirði þann 22. október
2010 ályktar eftirfarandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í
heilbrigðiskerfinu í frumvarpi til fjárlaga ársins 2011.

Fundurinn
átelur harðlega óvönduð vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins við gerð
frumvarps til fjárlaga ársins 2011. Lagðar eru til breytingar á
heilbrigðiskerfinu til frambúðar án nokkurs samráðs við stjórnendur,
fagfólk og hagsmunaaðila. Tillögur þessar eru lítt rökstuddar og til
þess fallnar að skerða verulega þjónustu án þess að sýnt sé fram á að
tilætluðum sparnaði verði náð. Fundurinn telur ekki hægt að una við slík
vinnubrögð og skorar á heilbrigðisráðherra og alþingismenn að draga
þessi áform til baka.  Fundurinn hvetur ráðherra til að setjast að borði
með stjórnendum, fagfólki heilbrigðisstofnana og fulltrúum
sveitarstjórna og ræða raunhæfar lausnir til framtíðar fyrir þá sem
þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda, hvar á landinu sem þeir búa.

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.
Inngangstexti: 
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is