Óvissustigi aflýst


?Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við vísindamenn og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.? Mbl.is greindi frá þessu skömmu fyrir hádegi.

Og ennfremur:

?Óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir 2. apríl síðastliðinn. Aukið eftirlit var virkjað, og farið yfir viðbragðsáætlanir vegna stórskjálfta. Jarðskjálftavirknin hefur minnkað á síðustu vikum, bæði fjöldi skjálfta og styrkur og telja vísindamenn að hrinan sé gengin yfir.

 Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar á óvissustigi er lokið, en áfram verður fylgst með hættunni sem fylgir stórum jarðskjálftum.? 


Jarðskjálftar hafa verið tíðir úti fyrir Norðurlandi undanfarið.

Mynd: Skelfir.is.

Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is