Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Múlavegur við Sauðanes.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan 08.00 í fyrramálið, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er mikilli snjókomu í mjög hvassri norðaustan- og síðan norðanátt á svæðinu. Búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, á Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Þetta má lesa á vef Veðurstofu Íslands.

Um kl. 20.00 í kvöld sendi Vegagerðin út SMS-skeyti um mögulega snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla á morgun.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ [email protected]
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]