Óvissustig vegna snjóflóða

Vegagerðin lýsti kl. 09.45 í morgun yfir óvissustigi varðandi snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla en þar er nú vonskuveður eins og víðar á norðurhelmingi landsins. Einnig er óvissustig á Siglufjarðarvegi. Upp úr hádegi á að fara að létta til, að sögn veðurfræðinga.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.