Óvissustig beggja vegna


Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir kl. 10.30 í morgun fyrir Siglufjarðarveg utan Fljóta og vegna Múlavegar kl. 14.00 í dag.

Veðurspáin sem gildir fram til kl. 22.00 í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna í innsveitum Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.“ Og á morgun: „NA og síðar N 20-25 með éljum og skafrenningi og jafnvel snjókomu um tíma, fyrst á Ströndum. Miklar líkur á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Suðvestan 5-13 og úrkomulítið, en norðvestan 10-18 með snjókomu við ströndina. Frost 1 til 8 stig. Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 vestast síðdegis, en seint annað kvöld A-til. Snjókoma með köflum og dregur úr frosti.“

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]