Óvissuferð fermingarbarna


Sunnudaginn 17. maí lögðu fermingarbörn vetrarins upp í óvissuferð, í tilefni þess að undirbúningi var lokið og ekkert eftir nema sjálf hátíðarstundin.

Þetta voru Anna Día Baldvinsdóttir, Árni Haukur Þorgeirsson, Eva Hrund Unnarsdóttir, Friðrik Gauti Stefánsson, Helena Margrét Ingvarsdóttir, Hilmar Þór Halldórsson, Janus Þorsteinsson Roelfs, Rut Jónsdóttir, Sólveig Lilja Brinks Fróðadóttir, Thelma Lind Antonsdóttir og Þormóður Birgis Valdimarsson, auk þess sem Vilborg Rut Viðarsdóttir fór með undirrituðum til halds og trausts.

Fyrsta stopp var á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem Oddur Bjarni Þorkelsson sóknarprestur tók á móti hópnum og sýndi kirkjuna og ræddi við gestina um heima og geima. Því næst var haldið inn á Akureyri og farið í keilu, eftir það skundað í pizzuveislu á Bautanum, svo farið í ísbúð, áður en sest var inn í Nýja bíó og horft á eina gamanmynd, Hot pursuit.

Fermingarathöfnin verður á morgun í Siglufjarðarkirkju og hefst kl. 13.00.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is