Óvissuferð eldri borgara á Sauðárkróki


Félag eldri borgara á Sauðárkróki lagði upp í óvissuferð í gær og kom
m.a. til Siglufjarðar eitt andartak, þar sem Síldarminjasafnið var
skoðað og eftir það Þjóðlagasetrið.

Fékk hópurinn svo að aka göngin yfir
til Ólafsfjarðar, og þar var matast í hádeginu. Síðan var farið áfram
yfir í Svarfaðardal og þaðan enn lengra, Bruggsmiðjan ehf. á Árskógsströnd t.d.
skoðuð og fleira, en loks haldið Öxnadalsheiðina heim.

Félag eldri borgara á Siglufirði tók á móti gestunum hér, og þótti
aðkomufólkinu merkilegt það sem fyrir augu bar, þótt einhver í þess
röðum hefðu raunar komið hingað áður og séð alla dýrðina.

Sveinn Þorsteinsson tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is