Óveður er á Siglufjarðarvegi


Nú hlánar hratt með hlýum loftmassa og talsverðum sunnanvindi. Við þær aðstæður má búast við að flughálka myndist þar sem þjappaður snjór eða klaki er fyrir á vegum.

Á Norðvesturlandi er flughált í Langadal og frá Sauðárkróki í Ketilás annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum leiðum. Þæfingsfærð og óveður er á Öxnadalsheiði. Óveður er á Siglufjarðarvegi. Á Norðausturlandi er flughált frá Hjalteyri í Dalvík eins er flughált í Köldukinn, Aðaldal og í Reykjahverfi.

Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]