Öskudagurinn runninn upp


Öskudagurinn er runninn upp og á næstu klukkustundum munu ýmsar fígúrur vera á sveimi á götum, í verslunum, fyrirtækjum og stofnunum Siglufjarðar – draugar, kúrekar, ninjameistarar, ofurstelpur, trúðar og fleiri – þrátt fyrir slabb í miðbænum, og taka lagið og þyggja góðgæti að launum, eins og jafnan áður á þessum ágæta degi. Nokkrar þeirra stilltu sér upp fyrir tíðindamann Siglfirðings.is um tíuleytið.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is