Öskudagur


Í dag var mikið sungið í landinu, enda í boði góð verðlaun hvarvetna –
oftast í formi einhvers munngætis. Siglufjörður var þarna engin
undantekning, og mátti sjá ýmsar furðuverur, litlar og stærri, hlaupa brosandi og léttar í spori á
milli verslana og fyrirtækja í þessum erindagjörðum upp úr hádegi og
fram í myrkur, í fremur köldu veðri þó og rysjóttu. Voru margar
komnar með æði digra sjóði er yfir lauk.

Sögu öskudagsins má annars lesa hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is