Örlygur í Noregi


„Í september á liðnu ári tók Síldarminjasafnið þátt í ráðstefnu í Melbu í Vesterålen, norðarlega í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Sild og mennesker – vandringer mellom Norge og Island. Þarna voru fulltrúar frá sjö norðlenskum og austfirskum söfnum og stofnunum. Þingað var í tvo daga og voru mörg erindi flutt og merkir staðir skoðaðir. Erindin fjölluðu flest um málefni tengdum landnámi Íslands og síldveiðum á seinni öldum.

Örlygi, safnstjóra Síldarminjasafnsins, var boðið sérstaklega til ráðstefnunnar ásamt þremur öðrum safnstjórum og héldu þeir erindi til kynningar á söfnum sínum og sérstökum málefnum þeim tengdum.“

Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands.

Sjá nánar þar.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is