Opna áskorendamót Sigurjóns


       

Sigurjón Sigtryggsson heldur sem kunnugt er til Aþenu í Grikklandi á
alþjóðaleika Special Olympics sem þar verða haldnir 25. júní til 4. júlí
næstkomandi. Í tilefni þeirrar farar kappans skoruðu nokkrir vinir og
aðdáendur hans á hann í spjótkast, kúluvarp og spretthlaup og tók
Sigurjón þeirri áskorun hvergi smeykur. Fór þessi einstaki
íþróttaviðburður, sem lengi verður í minnum hafður, fram kl. 17.00 í dag
á
grasbalanum vestan Mjölhússins.

Áskorendur voru nánar tiltekið Árni Heiðar Bjarnason hjólameistari, Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og því alltaf í toppformi, Mark Duffield íþróttagúrú, Vilmundur Ægir Eðvarðsson, annáluð heilsuræktarkempa, og Ingibjörg Ásgeirsdóttir göngudrottning.

María Elín Sigurbjörnsdóttir var mótsstjóri, Þórarinn Hannesson dómari, Sigurður Friðfinnur Hauksson kynnir og sjálfskipaður yfirdómari og Hjálmar Jónsson þandi nikkuna eins og honum einum er lagið, til að ná fram réttu stemmningunni.

Tíðindamaður vefsins ákvað lífs síns vegna að halda sig í hæfilegri fjarlægð, sem og allir fuglar himinsins og dýr á jörðu niðri, meðan spjót og kúlur þutu um loftin, enda voru þetta engin venjuleg átök og þar af leiðandi köst, og heyrði því ekki af úrslitum, en vafalaust hefur utanlandsfarinn verðandi komið, séð og sigrað flest ef ekki allt sem keppt var í, og Árni Heiðar lent í öðru sæti.

Með þessari uppákomu vildu aðdáendur og vinir Sigurjóns efna til söfnunar til styrktar honum. Þeim sem áhuga hafa á að styrkja Ólympíufarann er bent á reikning í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-05-402701, kt. 561288-2599.

Og koma svo. Það er ekki eftir neinu að bíða.                   

Hér eru svipmyndir frá þessari hörðu glímu.

Áhorfendur að tínast á mótsstað.

Sigurjón með prufukast.

Svo var að hita upp með nokkrum armbeygjum, 100 eða svo.

Friðfinnur Hauksson með ávarp í upphafi keppninnar.

Og slagurinn hafinn. Sigurjón reið á vaðið með þessu líka kasti, eins og sést.

Ægir var næstur.

Síðan Mark Duffield.

Og loks Ámundi. Spjótið fór tæpa 3 metra.

Önnur umferð. Hér er allt lagt í.

Ægir.

Og Mark.

Svo var mælt.

Þessi mynd segir allt sem segja þarf.

Enn fleiri komnir til að fylgjast með.

Þá var það kúluvarpið.

Sigurjón aftur.

Árni Heiðar.

Og aftur.

Ámundi sýndi líka tilþrif.

En enginn eins og þessi.

Alltaf flottur.

Ægir reyndi samt.

Horft yfir sviðið.

Árni Heiðar í sveiflu.

Og Ámundi.

Síðasta greinin var spretthlaup.

Sigurjón var kominn fram á miðjan völl þegar andstæðingar hans, Ingibjörg og Ámundi, voru enn við rásmarkið.

Í lokin var sungið og fagnað.

Talið frá vinstri: Þórarinn, Sigurjón, Mark, Ámundi, Ægir, Ella Maja, Árni Heiðar og Friðfinnur.

Og Hjálmar með nikkuna.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is