Ólafur Orri Sigtryggsson


Ólafur Orri Sigtryggsson var færður til skírnar í dag. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Katrín Sigmundsdóttir og Sigtryggur Kristjánsson og fór athöfnin fram á heimili fjölskyldunnar, að Skeiðsfossi 2 í Fljótum. Eldri bróðir Ólafs Orra er Kristján, fæddur 5. apríl 2014. Skírnarvottar í dag voru Sigrún Svansdóttir, föðuramma Ólafs Orra, og Sigmundur Sigmundsson, móðurafi hans. Ólöf Ingimundardóttir hélt á dóttursyni sínum undir skírn.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Ólafur Orri. Þess má geta, að Sigrún, föðuramma hans, var árið 1961 í þessum sama skírnarkjól og notaður var í dag.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is