Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var 28. desember síðastliðinn kosin íþróttamaður ársins 2017.

Hún er af siglfirskum ættum. Foreldrar hennar eru Kristinn Jósep Gíslason og Elísabet María Erlendsdóttir. Elísabet er fædd á Siglufirði í desember 1955, níunda í röðinni af ellefu börnum Erlendar Þórarinssonar (Ella Gústa) og Sigrúnar Jónu Jensdóttur, en þau dóu bæði í nóvember 1999.

Sjá líka hér, á Facebooksíðu Kristjáns L. Möller.

Siglfirðingur.is óskar Ólafíu Þórunni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.

Mynd: Af Mbl.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is