Og enn fjölgar haustgestunum


Enn bætist í hóp flækingsfugla haustsins, því um klukkan 15.00 í dag var
ungur svartþröstur, karl, mættur í eitt trjánna við Hvanneyri, þar sem
gómsætt epli freistaði hans. Var hann bersýnilega nýlentur eftir langt flug og
glorhungraður, því tiltölulega auðvelt var að nálgast hann, sem alla
jafna er ekki raunin, því umrædd tegund er með eindæmum stygg.

Hér koma tvær myndir.

Upp úr klukkan þrjú í dag birtist hann allt í einu og var bersýnilega mjög svangur.

Annars kann hann eiginlega betur við sig á jörðu niðri,

og er oft að snudda á berangri eða innan um runna og tré.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is