Og enn er hann á norðan


Gengið hefur á með éljakviðum í
Siglufirði undanfarið og víða hlaðist upp snjór, en ekkert samt í
líkingu við það sem var í gamla daga, þegar hægt var að ganga beint af
götu og upp á tunnuverksmiðjuna nýrri og önnur hús og stökkva fram af í himinháa
skaflana. En miðað við hin síðari ár er þetta töluverð úrkoma.

Og veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra, sem gerð var fyrir tveimur klukkustundum og á að gilda út fimmtudag, er þessi: Norðaustan 13-20 m/s, en hægari til landsins. Dálítil él en úrkomulítið í innsveitum. Frost 1 til 10 stig, mildast við ströndina.

Fréttamaður skrapp rúnt um bæinn í morgun, frá kl. 08.00-10.00, og tók nokkrar ljósmyndir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is