Og enn er hann á norðan


Enn blæs hann úr norðrinu og virðist ætla að gera það eitthvað áfram,
með tilheyrandi leiðindum. Og nú á víst að bæta í ofankomuna. Í dag voru
10-18 m/s og él, en á morgun er gert ráð fyrir 8-15 m/s og vægu
frosti. Og á sunnudag norðan 8-13 m/s og éljum á norðanverðu landinu. Ljósmyndari fór á stúfana í bítið og festi nokkur augnablik þessa vorhrets ?á filmu?.

Séð yfir flugbrautina og að bænum.


Skoger í forgrunni.


Kríurnar leituðu sér skjóls í sinunni.


Þessi stelkur lá á hreiðri sínu, en til lítils.


Í því voru þrjú egg, ísköld, enda var snjór á þeim og allt í kring.

Þessi æðarkolla sneri höfði undan vindinum og beið sólríkari daga.

En þessi lagði vangann þvert á norðangarrann, í stóískri ró.


Og víða mátti líta æðarblika við hlið kollanna, eins og hér.

Óneitanlega fögur sjón.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is