Ofsaveður í fyrramálið


Fólki er bent á að huga að lausa­mun­um þegar tvær óveðurs­lægðir fara yfir landið næsta sól­ar­hring­inn. All­mikið lægðardrag með roki og rign­ingu fer yfir Suður- og Vest­ur­land í nótt. Í kjöl­farið fylg­ir kröpp lægðar­bóla sem mynd­ast suður í hafi og veld­ur hvelli vest­an­lands í fyrra­málið. Þor­steinn Jóns­son, veður­fræðing­ur á vakt á Veður­stofu Ísland, seg­ir lægðar­ból­una jafn­vel valda ofsa­veðri vest­an- og norðvest­an­lands. Þetta má lesa á Mbl.is.

Belgingur.is spáir því að staðan verði kl. 18.00 á morgun eins og meðfylgjandi kort sýnir.

Mynd: Belgingur.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is