Ófeiminn landselur


Hann vakti mikla athygli landselurinn sem brá sér upp á moldarbing vestan óss Hólsár í dag, skammt frá Langeyrarvegi, og lá þar drjúga stund í hvíld og slökun og fylgdist með umferðinni til og frá bænum, alls ósmeykur. Þegar tók að fjara undir myrkur ákvað hann að þetta væri orðið gott í bili og hélt sína leið.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is