Verður skíðasvæðinu lokað?


Ofanflóðasjóður hefur hafnað erindi Fjallabyggðar um aðkomu að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði, sem til þessa hefur verið rekið á undanþágu vegna snjóflóðahættu. Ofanflóðasjóður telur sig ekki hafa lagaheimild til þessa. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag.

Aukinheldur segir þar orðrétt: „Bæjarráð harmar afgreiðslu stjórnar Ofanflóðasjóðs og ljóst er að skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðdal mun vera lokað í náinni framtíð. Veðurstofa Íslands hefur sett fram hættumat á skíðasvæðinu og til að uppfylla það þarf að ráðast í framkvæmdir, þ.e.a.s. vegagerð og færslu á skíðalyftum, upp á að minnsta kosti 200 mkr. Það er ljóst að sveitarfélag af þessari stærðargráðu hefur ekki burði til þess að standa undir slíkum framkvæmdakostnaði. Áhugi þeirra sem eiga að véla um þetta mál virðist afar takmarkaður, þ.e.a.s. Vegagerðarinnar og Ofanflóðasjóðs. Það yrði saga til næsta bæjar ef að eitt besta skíðasvæði landsins yrði lokað til frambúðar.“

Sjá líka hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]