Ofanflóðasjóður bætir tjón á Siglufirði


„Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að greiða hluta af tjóni sem varð á mannvirkjum og vegum vegna vatnavaxta á Siglufirði í ágúst. Tjón vegna fasteigna og innbústjón fæst að mestu bætt af Viðlagatryggingum Íslands. Ofanflóðasjóður hefur samþykkt að greiða endurbætur á dreni úr settjörn neðan við snjóflóðavarnargarð sem skemmdist í vatnsveðrinu og einnig að greiða 60% af viðgerðarkostnaði á Hólavegi norðan Hvanneyrarár, en vegurinn fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta í ánni. Upphæðin sem sjóðurinn greiðir vegna þeirrar viðgerðar er 17.5 miljónir króna.

Aðkoma sjóðsins að viðgerðum vegna tjóns sem varð á Hólavegi og Fossvegi er til nánari skoðunnar.“

RÚV greindi frá þessu í gær.

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: RÚV / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is