Ófærir vegir


Í sjónvarpsfréttatíma RÚV í gærkvöldi kom fram að nú væru flestir
hálendisvegir orðnir færir. Það myndaði hugrenningartengsl við skilti
sem umsjónarmaður sá á dögunum þar sem Skarðsvegur byrjar Fljótamegin.
Þar var m.ö.o. sagt ófært. Og er enn. Sem og um Lágheiði.

Skarðsvegur var ekki ruddur í fyrra vegna snjóa, en nú verður einfaldlega að hreinsa áður en Síldarævintýrið brestur á. Er hér með skorað á bæjaryfirvöld að ganga í málið hið fyrsta.

Að fara þennan spotta hefur menningarsögulegt gildi.

Að ekki sé nú minnst á útsýnið.

Rauðlitaðir vegirnir eru lokaðir um þessar mundir.

Skarðsvegur er ekki einu sinni merktur þarna, hvað sem veldur.

Stærra kort hér.

Það á ekkert að fara á milli mála að þessi leið upp í Siglufjarðarskarð og yfir er ófær.

Nærmynd.

Ljósmyndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Kort: Vegagerðin.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is