Ófærð á Siglufirði


„Verið er að taka upp nýja sjónvarpsþáttaröð, Ófærð, á Siglufirði. Hátt í níutíu manns vinna að gerð þáttanna. Framleiðslukostnaður slagar hátt í milljarð króna, sem gerir hana að dýrustu sjónvarpsþáttaröð sem Íslendingar hafa framleitt.“ Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum.

Og ennfremur:

„Lík finnst í flæðarmáli, í bænum þar sem sagan gerist, í sömu mund og allar leiðir út úr bænum lokast. Allar líkur eru á því að morðinginn sé ennþá í bænum og því hefst rannsókn á málinu, sem þættirnir snúast um. Siglufjörður varð fyrir valinu sem tökustaður, vegna þess að þar geta þessar aðstæður raunverulega skapast. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona segir að það hafi nokkrum sinnum verið ófært til Siglufjarðar, því hafi teymið fengið að upplifa hvernig sé að vera innilokaður. Hún segir þættina vel unna og andann í hópnum góðan.

Frá tökum 10. þessa mánaðar.

Frá tökum 10. þessa mánaðar.

Frá tökum 11. þessa mánaðar.

Sigurjón Kjartansson er handritshöfundur og stýrir allri framleiðslu á þáttaröðinni. Sigurjón segir að gerð þáttanna gefi von um að ráðist verði í fleiri slík verkefni á næstu árum. „Þó við séum lítið land, þá er alveg hægt að gera seríur hér á sama mælikvarða og nágrannaþjóðirnar eru að gera, svona dramaseríur,“ segir hann.“

Sjá hér.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: RÚV / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is