Ocean Diamond í heimsókn


Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom í morgun til Siglufjarðar í enn einni hringferð sinni um landið, með 190 farþega innanborðs, sem skoðuðu bæinn í miklu dásemdarveðri. Skipið lagði svo úr höfn um kl. 13.00. Það er væntanlegt aftur 3. júlí kl. 08.00. Daginn eftir, 4. júlí, að morgni, kemur svo Hanseatic, en það er með 175 farþega.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]