Siglfirðingur.is í nýjum búningi


Siglfirðingur.is hefur fengið nýtt útlit og er kominn í annað og betra kerfi, WordPress. Það er afar fullkomið, býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru fyrir hendi í því eldra. Áfram verður þó hægt að skoða gamla vefinn, í leit að eldri fréttum. Tónaflóð, eitt elsta vefsíðufyrirtæki á Íslandi, á heiðurinn að þessari uppsetningu, eins og hinni. Það er í eigu hjónanna Selmu Hrannar Maríudóttur og Smára Valtýs Sæbjörnssonar og er til húsa í Sandgerði.

Lesendum er sérstaklega bent á hnappana efst á forsíðu, vinstra og hægra megin við nafn vefsins. Facebooksíðunum þar báðum, hliðarsíðu þessa vefs og Siglufjarðarkirkju, hefur nú verið breytt í læksíður. Ástæðan er tilgreind í færslum þar. Svo er rauðguli haustliturinn mættur, en mun víkja fyrir þeim bláa á fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október næstkomandi.

Mynd: Tónaflóð.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is