Nýtt met í uppsiglingu?


?Það sem af er ári hefur umferðin um Héðinsfjarðargöng aukist um rúmlega 6% miðað við síðasta ár. Þetta er talsverð aukning og haldist hún út árið gæti meðalumferð á dag, fyrir árið 2014 (ÁDU), lent öðru hvoru megin við 600 (bíla/sólarhring), sem yrði þá nýtt met. En tveir umferðarmestu mánuðir ársins eru eftir eða júlí og ágúst og þeir ráða mestu um hver niðurstaðan verður.? Þetta sagði Friðleifur Ingi Brynjarsson verkefnastjóri Umferðardeildar Vegagerðarinnar á Akureyri þegar Siglfirðingur.is leitaði til hans með fyrirspurn þessu að lútandi.

Meðfylgjandi línurit sýnir hvernig sólarhringsumferðin hefur dreifst það sem af er ári í samanburði við síðasta ár.

Stærri mynd hér.
Hér má sjá meðalumferð í hverjum mánuði, í samanburði við árin á undan. Umferðin í janúar 2014 var sú sama og árið 2013, aðeins undir í febrúar (-3%) og mars (-7%) en síðan talsvert meiri í apríl (25%), maí (16%) og júní (10%).


Línu- og súlurit: Umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri.


Texti: Friðleifur Ingi Brynjarsson /
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is