Nýtt merki Grunnskóla Fjallabyggðar kynnt í dag


Eins og kom fram hér á vefnum í gær
tók Grunnskóli Fjallabyggðar til starfa 1. ágúst 2010 og leysti þar af
hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Efnt var til
samkeppni um nýtt merki skólans og voru úrslit kynnt í dag, á sal í efra
húsi. Urðu tvær hugmyndir fyrir valinu og þær settar saman í eina.
Sigurvegarar urðu Andrea Sif Hilmarsdóttir og Hákon Leó Hilmarsson.

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar,

greindi í nokkrum orðum frá samkeppninni og kynnti úrslit.

Mikil spenna var í loftinu, eins og nærri má geta.

Fræðslunefnd og skólastjórar völdu merkið úr fjölda innsendra hugmynda,

eftir að tillögur Andreu og
Hákons höfðu verið settar saman í eina,

og útkoman er þetta
glæsilega lógó sem hér sést.

Sigurvegararnir, Hákon Leó Hilmarsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir, með viðurkenningar sínar og gjafir.

 

Og svo að lokum nærmynd af öðru viðurkenningarskjalinu.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is