Nýtt álftapar í Siglufirði


Undanfarnar vikur hafa annað slagið borist fréttir af því, að nýtt álftapar sé komið í
fjörðinn. Það hefur sést norðan, austan og vestan flugbrautarinnar og
undanfarna daga líka á tjörn við rætur Leirutangans, sunnantil. Fuglarnir eru nokkuð
spakir. Þeir finna sér vonandi einhvern jarðarskika hér til að reisa á
dyngju, því við Siglfirðingar getum jú alltaf á okkur perlum bætt.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í fyrradag, laugardaginn 28. apríl.

Hér má sjá fuglana á tjörninni umræddu.

Þarna er bersýnilega góða næringu að hafa.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is