Nancy og Skarðdalsskógur


Fyrir þrem árum dvaldi Nancy Campbell myndlistarmaður og ljóðskáld í Herhúsinu á Siglufirði. Síðan hefur hún dvalið á Grænlandi og víðar og mikið fjallað um norðurslóðir í verkum sínum. Fyrir þau hefur hún fengið ýmsar viðurkenningar í Bretlandi.

Þann 7. maí birtist eftir hana grein um Skarðdalsskóg í raftímaritinu The Clearing sem gefið er út af Little Toller Books á Bretlandi og þar sem listamönnum og rithöfundum býðst að skrifa um eitthvað í náttúrunni sem hefur einhverra hluta vegna hreyft við þeim.

Greinina, sem er á ensku, má nálgast hér.

Nancy Campbell.


Forsíðumynd: Sigurður Ægisson │ [email protected]
Mynd af Nancy Campbell: Björn Valdimarsson.
Texti: Björn Valdimarsson / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]