Nýr meirihluti í Fjallabyggð


 

Gengið var frá nýjum meirihluta í Fjallabyggð í dag, 1. júní. Fjallabyggðarlistinn og Jafnaðarmenn í Fjallabyggð gerðu með sér samkomulag um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili.

Steinunn María Sveinsdóttir, oddviti Jafnaðarmanna, verður formaður bæjarráðs og Magnús Jónasson, oddviti F-listans, verður forseti bæjarstjórnar. Flokkarnir munu skipta jafnt með sér formennsku í nefndum og ráðum.

Í framhaldinu verður leitað eftir bæjarstjóra og hann ráðinn eftir faglegum leiðum.

Mynd og texti: Aðsent.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is