Nýr meirihluti í Fjallabyggð


Í þessu var að berast yfirlýsing frá Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokknum í Fjallabyggð vegna myndunar nýs meirihluta í Fjallabyggð. Þar segir:

Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til meirihlutasamstarfs í Fjallabyggð. Málefnasamningur milli framboðanna tveggja var samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð í kvöld.

Steinunn María Sveinsdóttir, oddviti Jafnaðarmanna, verður áfram formaður bæjarráðs og Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður forseti bæjarstjórnar.

Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is