Nýr leikmaður til Knattspyrnufélags Fjallabyggðar


Siglfirðingurinn geðþekki, Andri Freyr Sveinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Andri er fæddur árið 1994 og hefur spilað 19 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Sumarið 2011 spilaði hann 14 leiki fyrir KF en undanfarin tvö ár hefur hann verið á mála hjá Fram og var þar m.a. fyrirliði 2. flokks síðastliðið sumar. Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Sjá nánar þar.

Mynd: Úr safni.

Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is