Nýr háspennustrengur lagður


Þegar fréttamaður ók í gærkvöldi eftir Snorragötu rak hann augun
í vinnuvélar í skurðgreftri og kom í ljós að þar voru starfsmenn
Steypustöðvar Skagafjarðar í óða önn að leggja nýjan háspennustreng sem kemur til
með að tengjast aðveitustöð Rarik á Eyrinni.

Ekki þarf að hafa mörg orð um hvað þetta mun auka öryggi bæjarbúa í
framtíðinni hvað rafmagnið varðar, því hér er í uppsiglingu tvöfalt kerfi; bili lögnin úr austri, sem kemur
frá Dalvík, um Ólafsfjörð, verður hægt að skipta yfir á þá sem kemur
vestan að, frá Skeiðsfossi. Og svo öfugt.

Ekki ónýtt það.

Hér koma nokkrar myndir.

Það er ekki verið að
leggja neinn smáþráð í jörðina.

Svona er þetta gert.


Búið að koma því niður
sem átti að fara þangað og byrjað að moka yfir.

Hin nýja aðveitustöð Rarik á Siglufirði.Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is