Nýr framkvæmdastjóri Stapa


Siglfirðingurinn Ingi Björns­son er nýr fram­kvæmda­stjóra Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Var hann val­inn úr hópi átján um­sækj­enda og mun taka til starfa á næstu mánuðum. Ingi hef­ur meistaragráðu í hag­fræði frá Göte­borgs Uni­versitet og lauk B.Sc.-gráðu í hag­fræði frá sama skóla, að því er fram kemur á Mbl.is. Hann hef­ur gegnt ýms­um stjórn­un­ar­störf­um og hef­ur víðtæka reynslu af störf­um á fjár­mála­markaði, bæði sem fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður. Und­an­far­in sex­tán ár hef­ur hann starfað hjá Íslands­banka sem úti­bús­stjóri á Ak­ur­eyri.

Ingi er sonur Björns Friðbjörnssonar verkstjóra og Ástrúnar Jóhannsdóttur.

Mynd: Af Mbl.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is