Nýr formaður kosinn


Fjölmenni var á aðalfundi Siglfirðingafélagsins í gærkvöldi sem haldinn var í Bústaðakirkju. Jónas Skúlason, fyrrverandi varaformaður félagsins, var kosinn formaður og tók við af Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, sem lét af embætti eftir 8 ára setu á formannsstóli. Ný í stjórn voru kosin Birgir Gunnarsson, Gunnhildur Gígja Þórisdóttir og Hlöðver Sigurðsson en þau tóku sæti Halldóru Jónasdóttur, Jónasar Skúlasonar og Söndru Hjálmarsdóttur.

Stjórn Siglfirðingafélagsins fyrir starfsárið 2018-2019 er því þannig skipuð: Jónas Skúlason, formaður, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Margrét Birgisdóttir, Birgir Gunnarsson, Guðrún Gígja Þórisdóttir og Hlöðver Sigurðsson.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is