Nýr formaður í Framsóknarfélagi Fjallabyggðar


?Aðalfundur Framsóknarfélags Fjallabyggðar var haldinn í gærkvöld. Um 30 félagsmenn mættu á fundinn og tóku þátt í aðalfundarstörfum. Þau tímamót urðu að Bogi Sigurbjörnsson og Skarphéðinn Guðmundsson óskuðu ekki eftir endurkjöri í stjórn félagsins eftir 11 ára setu, en Bogi var formaður og Skarphéðinn gjaldkeri.

Fráfarandi stjórn skilar af sér góðu búi, fjárhagur félagsins er jákvæður og fundarsókn hefur verið mjög góð.


Ný stjórn var kjörin:
 Formaður Katrín Freysdóttir, Siglufirði
, varaformaður Ásgrímur Finnur Antonsson, Siglufirði, ritari Helga Jónsdóttir, Ólafsfirði, 
gjaldkeri Elín Jónsdóttir, Siglufirði, meðstjórnandi Ásdís Pálmadóttir, Ólafsfirði, meðstjórnandi Kristín Bogadóttir, Siglufirði,? segir Timinn.is í dag.

?

Í framhaldi af aðalfundarstörfum var rætt um bæjarmál þar sem bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson og Sólrún Júlíusdóttir ásamt nefndafólki fóru yfir stöðu mála og svöruðu spurningum fundarmanna. Framsóknarflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar ásamt Sjálfstæðisflokknum. Því næst var boðið upp á kaffi ?að hætti hússins? sem ætíð vekur mikla lukku. Að loknu kaffihléi voru landsmálin rædd og fór gestur fundarins, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, yfir Icesave málið og það helsta í landsmálunum.

Í lok fundarins þakkaði nýkjörinn formaður þeim Boga og Skarphéðni fyrir frábært starf á sl. 11 árum og gaf þeim gjafir í kveðjuskyni.?

Sjá nánar hér.

Siglfirðingur.is óskar Katrínu og Framsóknarfélaginu innilega til hamingju með kjörið.

Katrín Freysdóttir.

Mynd og texti: Timinn.is/ritstjórn.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is