Nýr bátur til Siglufjarðar


Á laugardaginn var kom nýr bátur, Oddur á Nesi SI 76, til heimahafnar á Siglufirði. Hann var smíðaður á Akureyri, hjá skipasmíðastöðinni Seig, og er tæpir 12 m að lengd og 5.6 m að breidd og er allur hinn glæsilegasti.

Eigendur eru hjónin Freyr Gunnlaugsson og Arndís Jónsdóttir, en Freyr er annálaður fiskimaður eins og hann á ættir til.

Meðfylgjandi eru hér nokkrar myndir teknar á heimferðadegi.

Heill og hamingja fylgi eigendum og áhöfn Odds á Nesi.

 

Myndir og texti: Kristján L. Möller.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is