Nýir, glæsilegir skjalaskápar


Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar á Siglufirði var að fá nýja og rúmgóða skjalaskápa, sem gjörbylta allri starfsaðstöðu þeirra sem að því koma. Tíðindamaður leit í heimsókn þangað niður eftir í gær og skoðaði herlegheitin. Búið er að gefa skápunum nöfn úr bæjarkjörnunum í austri og vestri, til að auðvelda skráningu og leit. Þeir heita núna í stafrófsröð: Bekkur, Brekka, Drangur, Hestur, Hlíðin, Hnúkur, Hólar, Hringur, Hyrnan og Kleifar.

Á myndinni hér fyrir ofan er Hrönn Hafþórsdóttir, forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, á milli Hóla og Hnúks. Eins og sjá má er hægt að ganga þar um og athafna sig, sem illmögulegt er milli hinna eldri sökum þrengsla, eins og sjá má á ljósmynd Jónasar Ragnarssonar sem tekin var í ágúst 2015.

Sjá nánari umfjöllun hér.

Forstöðumaðurinn í gömlu skjalaskápunum.

Forsíðumynd, nafnamyndir og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.
Mynd af gömlu skjalaskápunum: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is