Ný sýning næsta vor


„Til stendur að opna nýja sýningu á Síldarminjasafninu á Siglufirði næsta vor og er ráðgert að vinna við hana hefjist í byrjun næsta árs og ljúki fyrir sumarið 2016. Þetta segir Örlygur Kristfinnsson safnastjóri Síldarminjasafnsins í nýlegu viðtali við N4. Þetta mun vera sýning um vélarhluta Síldarfrystihússins sem safnið á og verður hægt að sjá frystivélasal og allt sem því tengist ef áætlunin stendur. Er þetta líklegast elsta og mögulega fyrsta frystivélasamstæða í landinu.“ Héðinsfjörður.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]