Ný og fersk veisluþjónusta

Fannar Vernharðsson - veisluþjónusta

Nomy er ný og fersk veisluþjónusta, staðsett í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi. Þeir sem standa að Nomy eru allir metnaðarfullir matreiðslumeistarar og hafa verið fyrirferðarmiklir á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í gegnum tíðina. Eigendur eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson en þeir hafa yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur að veislum og einkamatreiðslu fyrir allskonar viðburði enda hafa þeir eldað frá litlum VIP einkadinnerum og upp í mörg hundruð manna árshátíðir o.fl.“ Veitingageirinn.is greinir frá þessu. En fyrir þau sem ekki vita er Fannar sonur Huldu Kobbelt og Vernharðs Hafliðasonar. Hann er á ljósmyndinni hér fyrir ofan.

Mynd: Kokkalandslidid.is.
Texti: Veitingageirinn.is / Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is