Ný gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands


Í dag, föstudag, er hætt við gasmengun á Norðurlandi
frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og Austanlands
sunnan Egilsstaða og suður til Hornafjarðar, að því er fram kemur í spá
Veðurstofu Íslands þar um. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar
verði vart á stærra svæði. Þetta gildir til miðnættis.

Sjá hér.

Þessi mynd var tekin að kveldi þriðjudags, 16. september 2014, úr Möðrudal á Fjöllum,

og sýnir bjarmann frá eldgosinu í Holuhrauni endurvarpast í skýjum

– undir annars stjörnubjörtum himni –

og bragandi norðurljós hægra megin.

Frá Möðrudal og yfir á gosstöðvarnar eru í beinni loftlínu um 65 km.

Kort: Veðurstofa Íslands.


Ljósmynd:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is