Ný bæjarstjórn tekin við


Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjallabyggðar var haldinn miðvikudaginn 18. júní. Var þar um merkilegan fund að ræða í sögulegu tilliti, því ekki er vitað um að áður hafi kynjahlutföll verið á þennan hátt, þ.e. fimm konur og tveir karlar, en þetta er líka jafnframt í fyrsta skiptið að kosnir eru sjö bæjarfulltrúar því þeim var fækkað út níu í sjö við þessar kosningar.

 

Á fundinum var kjörið í embætti og nefndir. Magnús S. Jónasson var kosinn forseti bæjarstjórnar og í bæjarráð voru kjörin Steinunn María Sveinsdóttir sem verður formaður, Kristinn Kristjánsson og Guðrún Hauksdóttir.

 

Flestar meginnefndir bæjarfélagsins eru skipaðar fimm mönnum og þurfti að varpa hlutkesti að þessu sinni um fimmta manninn, milli D-lista, B-lista og meirihlutans. Það var að þessu sinni gert með því að dregin voru spil eins og sjá má á myndunum.

D-listinn vann þrjú hlutkesti, B-listinn einn og meirihlutinn einn.

Siglfirðingur.is óskar hinni nýju bæjarstjórn til hamingju og velfarnaðar.

Myndir: Kristján L. Möller | klm@althingi.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is